Markþjálfun fyrir betri árangur hjá fyrirtækjum

Finnur Þ. Gunnþórsson skrifar

Nútímafyrirtæki standa frammi fyrir stöðugum breytingum í rekstrarumhverfi og leita nýrra leiða til að ná árangri fyrir sjálfbærni til langframa. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis eru mannauðurinn, sem skapar virði fyrir það og er lykill að viðvarandi árangri. Færa þarf starfsfólki verkfæri til að það geti eflst í starfi og unnið verkefni sín þannig að hæfileikar þess fái að njóta sín. Hvernig fólk nálgast verkefni sín skiptir miklu máli fyrir árangur. Þess vegna hafa æ fleiri fyrirtæki leitað til markþjálfunar sem miðar að því að hjálpa hverjum og einum að tengja drifkraft og þekkingu sína við framkvæmdir heildarinnar.

Þegar munur er á valdsviði fólks og hlutverkum, skiptir máli fyrir stjórnendur að auðvelt sé fyrir starfsmenn að bera undir þá álitamál og verkefni. Notkun samtalstækni, sem snýr beint að verkefnum og árangri og veitir þeim sem hana hafa lært sérstaka athygli í hlustun, getur aukið sköpunarmátt og ekki síður eflt traust á milli aðila. Margir bera með sér samskiptamynstur frá uppeldi sínu yfir á vinnustað hvort sem það er til góðs eða ills. Mikilvægur hluti af faglegum stjórnunarháttum felst þar af leiðandi í því að rýna í samskipti og hvernig er hægt að stuðla að faglegum og uppbyggilegum samskiptum. Þannig ýta stjórnendur sem læra sjálfir og beita markþjálfun undir beina og opna tjáningu við starfsfólk.

Sýnt hefur verið fram á að markþjálfun fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja eykur árangur og arðsemi. Mörg fremstu fyrirtæki heims nota markþjálfun nú þegar sem mikilvægan hluta af sínum stjórnunarháttum, sem dæmi má nefna Microsoft, Apple og Shopify. Þau hafa uppgötvað að samtal við starfsfólk, að fá endurgjöf frá því og geta hlustað af athygli ber meiri árangur en stjórnun í fyrirskipunarstíl. Með því að skapa umhverfi þar sem samskipti eru af heiðarleika, umhyggju og skilvirkni styður fyrirtækið við starfsfólk sitt og heldur sig frekar að stefnumiðum. Markþjálfun snýst um að hjálpa fólki að draga fram þau verkfæri sem búa innra með því til að sinna starfi sínu sem best.

Í krefjandi starfsumhverfi er mikilvægt að kveikja neista hjá fólki í samskiptum svo að heildin nái því besta fram þegar kemur að mikilvægum verkefnum. Starfsfólk, sem gengur vel, á öflugri samskipti og líður betur í starfi, skapar meiri verðmæti. Markþjálfun getur bætt stjórnunarhætti, byggt upp markvissari einstaklings- og hópavinnu og hvatt til betri og uppbyggilegri samskipta sem leiða til meiri verðmætasköpunar.

Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. 

http://www.visir.is/g/2018180119994/markthjalfun-fyrir-betri-arangur-hja-fyrirtaekjum-

Af hverju markþjálfun ? Alein saman?

Af hverju markþjálfun?

Það er gott að leggja hlutina niður fyrir sér til að ná fram yfir sýn og þeim árangri sem vonast er eftir. Án þess að hugsa fyrir fram um þá hluti sem á að gera eða hvað þarf til er maður háður vananum og því sem áður er liðið. Húsasmíðameistari veit um það bil hvers hann þarfnast til þess að ljúka verkinu en leggur það samt sem áður líkast niður fyrir sér. Þá hvenær hann þarf að hafa hvaða efni tiltækt o.s.frv.

Nú vill svo til að áreiti á manneskjuna og taugkerfið hefur aukist mikið undanfarið. Auðveldara er að ná í fólk eftir að það varð svo að nærri allir ganga með gsm síma. Fólk jafnvel verður pirrað ef maður svarar því ekki þegar það hringir. Þetta hefur gert það að verkum að t.d. þegar maður fer í göngutúr og ætlar að velta hlutunum fyrir sér bara með sjálfum sér eða til að slaka á verður að taka markvissa ákvörðun um það að svara tækinu ekki, eða hreynlega slökkva á því. Hver kannast ekki við að hafa heyrt af ungmennum sem eiga erfitt með að fara að sofa á áætluðum tíma vegna fbook skilaboða sem birtast á símanum og virkja taugakerfið í átt frá svefnástandi þó ekki væri nema vegna birtu símans. Fleiri þættir koma til eins og neikvætt áreiti fjölmiðla, staðal ímyndir um hegðun og velgengni sem og margt annað mis alvarlegt.

Kona í slökun að hugsa um hlutina

Kona í slökun að hugsa um hlutina

 

Það er kona við Harvard háskóla sem hefur gert rannsóknir á félagsfærni fólks m.a. hæfni þess til þess að skilja örviprur (lítil svipbrigði sem segja til um líðan og ásetning annarra). Konan sem heitir Sherry Turkle skrifaði bók sem heitir ,,Alein Samanafhverju við væntum meira af tækninni en hvert öðru[1]. Sem ég mæli með að þið lesið ef þið hafið áhuga á slíku. Hún komst að því að hæfni fólks í nánd og félagsfærni hefur hrakað það mikið að það veldur áhyggjum. Fólk lærir síður að vera eitt með sjálfu sér sem er mjög mikilvægt til þess að þróa verkvilja, seglu og áræðni sem ég get skrifað um fyrir ykkur síðar ef þið óskið eftir því. Og eins, sem er ekki gott, þá er almennt erfiðara fyrir það að skapa öðrum rými og gefandi nánd. Við sem erum fullorðin höfum á vissan hátt tekið við eigin uppeldi, við höfum langanir um hver við viljum vera, hvernig við viljum hafa hlutina og hvert okkur langar að stefna. Stundum er búið að kæfa þessar langanir, annað hvort með andlegu ofbeldi, erfiðum uppeldisaðstæðum eða hversdags amstrinu.

Það sem ég vil benda ykkur á núna er fyrst og fremst það að markþjálfun er yndilsegt tæki fyrir þá sem vilja fá utanaðkomandi aðila til þess að hjálpa þeim við að gefa sér tíma til þess að hugsa hlutina fyrir sig. Markþjálfinn leggur sig fram um að „teygja strigann“ leggur sig fram um að benda á hvað manneskjan er að hugsa svo hún sjái það betur sjálf og nái á meiri dýpt eða þá eigi auðveldara með það að tengja það sem er að gerast hjá henni í lífinu hverju sinni við það sem hún vill áorka. Þetta er ekki meðferðarform en veldur þó oft ákveðinni slökun sem fylgir því að finna og vita að maður hafi betri yfirsýn en áður. Að því leyti má sannarelga segja að markþjálfun sé heilsueflandi.

Við hjá fundur.net bjóðum ykkur upp á markþjálfun. Ekki vera feimin við að hafa samband.

Ykkur til stuðnings,
Finnur

 

[1] Sherry Turkle: Alone Together: Why We Expect More from Technology and Less from Each Other sjá t.d. amazon

Viðburðarstjórnun og tvær merkar aðferðir!

Viðburðastjórnun

Við tökum að okkur að stýra ýmsum viðburðum, hvort sem er við hefðbundna fundarstjórn, til að leiða umræður eða í öðrum tilgangi, allt eftir óskum viðskiptavina.

Open space technology

Open Space er fundarstjórnunaraðferð sem hentar til að virkja þekkingu og reynslu þátttakenda til að draga fram skoðanir, nýja fleti á verkefnum og forgangsröðun. Aðferðinni má beita með jafnvel mjög stórum hópi. Open Space kemur að notum í hugmyndavinnu varðandi t.d. kostnaðar- og gæðastýringu og við breytingar og innleiðingar, hvort sem um er að ræða erfiðar aðstæður eða hversdagslegan rekstur. OPEN SPACE hentar líka vel á aðalfundum og við hópstarf ýmissa félaga og samtaka.

Markþjálfun

Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að draga fram styrk þátttakenda til að ná árangri. Markþjálfun hjálpar einstaklingum við að ná sínum markmiðum, bæði persónulega sem og í  viðskiptalífinu. Markþjálfun styður þátttakendur í breytingum til góðs og við að finna lausnir á vandamálum; hún opnar sýn á fleiri fleti og skref í átt til árangurs. Með markþjálfun drögum við fram þá vissu sem er falin í hverjum og einum einstaklingi. Hún hentar einstaklingum sem og minni hópum sérlega vel.