Viðburðarstjórnun og tvær merkar aðferðir!

Viðburðastjórnun

Við tökum að okkur að stýra ýmsum viðburðum, hvort sem er við hefðbundna fundarstjórn, til að leiða umræður eða í öðrum tilgangi, allt eftir óskum viðskiptavina.

Open space technology

Open Space er fundarstjórnunaraðferð sem hentar til að virkja þekkingu og reynslu þátttakenda til að draga fram skoðanir, nýja fleti á verkefnum og forgangsröðun. Aðferðinni má beita með jafnvel mjög stórum hópi. Open Space kemur að notum í hugmyndavinnu varðandi t.d. kostnaðar- og gæðastýringu og við breytingar og innleiðingar, hvort sem um er að ræða erfiðar aðstæður eða hversdagslegan rekstur. OPEN SPACE hentar líka vel á aðalfundum og við hópstarf ýmissa félaga og samtaka.

Markþjálfun

Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að draga fram styrk þátttakenda til að ná árangri. Markþjálfun hjálpar einstaklingum við að ná sínum markmiðum, bæði persónulega sem og í  viðskiptalífinu. Markþjálfun styður þátttakendur í breytingum til góðs og við að finna lausnir á vandamálum; hún opnar sýn á fleiri fleti og skref í átt til árangurs. Með markþjálfun drögum við fram þá vissu sem er falin í hverjum og einum einstaklingi. Hún hentar einstaklingum sem og minni hópum sérlega vel.