Vel samstilltur hópur kemst lengra, láttu okkur vinna með ykkur !  

Við gerum þarfagreiningu í samráði við stjórnendur og einstaklinga.  Verð samkvæmt tilboði eftir umfangi og aðstæðum. Við aðstoðum einstaklinga jafnt sem fyrirtæki, félög og stofnanir.

 


Finnur Þ. Gunnþórsson 

Finnur er með meistaragráðu í stjórnun og markaðssetningu frá CBS, diplóma í alþjóðaviðskiptum frá Frakklandi og dvaldi um tíma við nám í Eistlandi. Hann lærði markþjálfun hjá Evolvia.

Hann hefur lagt áherslu á talhringja formið og kallað það hringumræður á Íslandi. Honum þykir spennandi að tengja ímyndunaraflið og rökhugsun til þess að finna skapandi lausnir með fólki sem hann vinnur með hverju sinni. Hann þykir einnig fær í einstaklingssamtölum og tekur að sér markþjálfun, hvatningu og fleira. 


kari.jpg

Kári Gunnarsson

Kári er mannvistarlandfræðingur sem hefur lagt áherslu á að stýra umræðu stórra hópa t.d. á aðalfundum og öðrum vettvangi þar sem margt er um manninn. Hann hefur farið á fjöldanámskeiða í aðferðafræði fyrir hópa og lærði markþjálfun hjá Evolvia. 

Hann er sérfróður um"opna" aðferðafræði svo sem "open space technology" og fleiri leiðir við að brjóta upp hefðbundin samskiptamynstur til þess að ná árangri á sem skemmstum tíma og opna á dýptina eins og þörf er á. 

 


Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1999 og þroskaþjálfaprófi frá Kennaraháskóla Íslands 2008. Hann lærði markþjálfan hjá Evolvia. Þórður hefur reynslu af því að sinna sálgæslu, og einkasamtölum um viðvæm málefni sem eru þó ekki meðferðaform heldur samtal um möguleika og aðgerðir.  Er fyrirtækið þitt í ástarsorg? Eða vantar eitthvað upp á að það sé hlustað á þinn innri mann? 

Gott er að bóka hjá Þórði með talsverðum fyrirvara ef á að bóka hann fyrir hóp þar sem maðurinn er umsetinn.