Hringumræður get bæði farið fram í formlegu og óformlegu umhverfi. Þær hjálpa þátttakendum að tengja rökhugsun við ímyndunaraflið og tilfinningar.  Þannig verða þær drifkraftur til framfara eða jákvæðra breytinga. 

Hringumræður eru á ensku kallaðar  "talking circle"  og eru þekkt aðferð til í ýmsu formi sem hefur auðkennt ákveðna ættbálka fólks í Ameríku og víðar en hefur síðan verið nýtt í fyrirtækjum og hópum af öllu tægi síðastliðna áratugi. Aðferðin hefur þótt gefa einkar góða raun í stjórnendahópum og í starfsheildum ekki síður en í starfi með unglingum og listamönnum svo að dæmi séu tekin. 

Þetta er aðferð til þess að hjálpa fólki að hlusta ítarlega á heildina. Aðferðin hjálpar fólki að skilja hvert annað betur, sjá hlutina í nýju ljósi og læra að meðhöndla áreiti í samskiptum með nýjum hætti. Hringumræðum er oft beitt til þess að hjálpa þátttakendum að stilla sig betur saman, leysa úr núningi og styrkja liðsheildir.

Hringumræður eru góður valkostur fyrir hópa stjórnenda, samstarfsfólk, íþróttalið og alla þá sem þurfa og vilja ná árangri með sameiginlegu átaki.

Hringumræður gera fólki kleyft að hlusta almennilega og skilja betur, þær afhjúpa góðar hugmyndir og hjálpa til við vellíðan hópsins.  Þær eru þroskandi