Nokkrar umsagnir frá viðskiptavinum og þátttakendum okkar!


TEDxReykjavík 2015.

Finni fórst verkið vel úr hendi. Hann var yfirvegaður í sal skipuðum 200 manns, hélt takti og kynnti ræðumenn viðburðarins með hlýju eins og honum einum er lagið.
— Martin L. Sörensen viðburðarstjórnandi TEDxReykjavík 2015
 
Hringumræða er meiriháttar verkfæri sem er var notað á þessu námskeiði. Það gerði mig örugga og varð til þess að ég kom með það sem lá mér á hjarta.

— Jóhanna Gunnarsdóttir - þátttakandi á námskeiði
 
Námskeiðið fékk þáttakendur til að setjast inn í sinn þægindahring til þess síðan að stíga utan við hann í dómlausu umhverfi sem var skapað til þess jafnt að hlusta sem og að tjá sig markvisst. Þýður persónuleiki Finns setti tóninn og leiðsögn hanns markaði skýrann ramma fyrir mismunandi langt komna til að ná betri árangri í samkiptum við aðra af ólíkum bakgrunni.
— Svavar Sæmann
 
Finnur og Kári náðu strax góðum samhljómi í hópnum og það mynduðust góð tengsl milli þátttakenda sem kynntust hugmyndum hvers annars í markvissum umræðum. Þetta er dýnamísk aðferð sem nota má til að ná miklu út úr stórum hópi á skömmum tíma.
— Sigrún Árnadóttir, sveitastjóri í Sandgerði
 
Ég hef farið í Markþjálfunartíma hjá Kára Gunnarssyni og notið góðs af. Kári er einstaklega næmur og úrræðagóður markþjálfi en það mikilvægasta er hvernig hann virkjaði mig í að finna réttu leiðirnar og að sýna mér að svörin væru þegar til staðar. Þegar hann spurði mig réttu spurninganna sem ég gat ekki spurt sjálfan mig komu svörin í ljós. Hann spyr mikið af erfiðum spurningum sem gera það að verkum að á endanum er maður alveg viss um hvað maður vill gera og hvernig. Þá kemur mótivasjónin til að gera það að sjálfu sér. Stundum kom glögglega í ljós hvað mátti missa sín og hverju ég ætti ekki að vera að eyða orku í. Um leið og markmiðin urðu ljós varð forgangsröðunin skýrari og umfram allt stefnan, ég þarf ekki að velta því fyrir mér hvaða ákvarðanir ég tek, það kemur að sjálfu sér.

— Guðmundur Steinn Gunnarsson - experimental composer
 
Þeir tóku að sér verkefnið með stuttum fyrirvara og unnu það af alúð og fagmennsku....
— Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesum