Við höfum reynslu af því að leiða hópa í forgangsröðun og ákvarðanatöku. Ekki villast af óþörfu eða eyða tíma til einskis!

 
 

Úthugsaðar aðferðir geta sparað hópum og stjórnendum mistök og óþarfa fum. Við getum hjálpað ykkur með markvissum aðferðum við að einfalda ákvarðanatöku.

Þá munar allra mest um slíkt oft þar sem að um stærri hópa er að ræða sem þurfa að skila af sér einhverskonar sameiginlegum niðurstöðum. 

 

ÞRJÁTÍU-OG-FIMM plús

þrjátíu-og-fimm er lausnamiðuð aðferð til þess að stýra hugmyndavinnu stórra hópa, fá fram niðurstöður og forgangsraða þeim til að auðvelda vinnu stjórnenda. Aðferðinni hefur t.a.m. verið beitt til þess að forgangsraða málefnum sveitarfélaga í öldrunarþjónustu. Með þrjátíu-og-fimm má á fljótlegan og skemmtilegan hátt laða fram hugmyndir hjá stórum hópum og leggja mat á þær án þess að komi til deilna eða særinda. Við hjálpum ykkar síðan að vinna úr þessum hugmyndum til að ná árangri í rekstri eða með málefni ykkar. Með þessu móti geta stjórnendur leitað til breiðari hóps og nýtt hugvit og þekkingu starfsmanna til að auðvelda ákvarðanatöku.

 

midstod-mynd.jpg